*

Matur og vín 30. nóvember 2013

Af bestu lyst endurútgefin

Matreiðslubækur hafa lengið verið vinsælar. Af bestu lyst þekkja margir.

Matreiðslubókaröðin Af bestu lyst, en í henni eru þrjár bækur, hefur undanfarna áratugi notið mikilla vinsælda, en fyrsta bókin kom út fyrir um tuttugu árum.

Bækurnar þrjár hafa verið uppseldar um nokkurt skeið, en hafa nú verið gefnar út í einni bók, endurprentaðar eins og þær birtust upphaflega. Hjartavernd, Krabbameinsfélagið og Manneldisráð stóðu sameiginlega að fyrstu bókinni og áttu stóran þátt í gerð hinna tveggja. Hverri bók fylgir ítarlegur inngangur þar sem fjallað er um helstu áherslur í hollustumálum og gefin góð ráð.

Stikkorð: Af bestu lyst