*

Bílar 17. janúar 2017

Aflmikill Yaris á leiðinni

Sportútfærsla af hinum vinsæla Toyota Yaris verður kynnnt á bílasýningunni í Genf í mars.

Sportútfærsla af hinum vinsæla Toyota Yaris verður kynnnt á bílasýningunni í Genf í mars. Þetta er aflmesti Yaris sem í boði verður á markaðnum.

Bíllinn verður með nýrri 1,6 lítra vél frá Toyota sem er með forþjöppu. Vélin er ansi spræk og mun skila bílnum 210 hestöflum. Þessi nýja vél á margt skylt við þá sem er í rallkeppnisbílum Toyota.

Toyota ætlar að kynna þessa sportútgáfu Yaris í Genf ásamt nýju og breyttu útliti á hinum hefðbundna Yaris. Sportútgáfan verður þriggja dyra og talvert breytt frá hefðbundnum Yaris með svartan vindkljúf sem festur er við þakið aftast á bílnum. Auk þess verða felgurnar og hliðarspeglarnir svartir. Bíllinn er lægri, fjöðrunin stífari og bremsurnar stærri og þannig verða aksturseiginleikarnir sportlegri.

Stikkorð: Toyota  • Yaris  • Genf  • frumsýndur