*

Sport & peningar 5. júní 2012

Aflýsing ÓL2012 myndi kosta 650 milljarða króna

Fari svo að aflýsa þurfi ólympíuleikunum í Lundúnum í sumar yrði reikningurinn töluvert hár.

Það myndi kosta um 5 milljarða Bandaríkjadala, eða tæpa 650 milljarða króna, að aflýsa ólympíuleikunum í Lundúnum sem fram fara í sumar að mati tryggingafélagsins Munich Re. 

Frá þessu er greint á vef breska blaðsins Telegraph en búið er að vinna áætlun um það hvað það myndi kosta að aflýsa leikunum, t.d. vegna hryðjuverkaárásar, náttúruhamfara eða af öðrum ástæðum.

Í áætlun um hvað það myndi kosta að aflýsa leikunum er gert ráð fyrir tapi ýmissa fyrirtækja vegna þess, s.s. auglýsinga- og fjölmiðlafyrirtækja, sölu af ýmsum varningi, tapi ferðaþjónustuaðila s.s. veitingastaða og hótela og svo frv. Hins vegar er ekki gert ráð fyrir kostnaði sem myndi fylgja mögulegum truflunum á samgöngum í Lundúnum.