*

Bílar 12. maí 2016

Afmælisútgáfa af 7-línu BMW

BMW gefur nú út viðhafnarútgáfu af 7-línu bifreið sinni í tilefni 100 ára afmælis síns í ár.

Þýski lúxusbílframleiðandinn BMW fagnar 100 ára afmæli sínu í ár og ætlar að framleiða sérstaka afmælisútgáfu 7-línunnar í glæsilegri útgáfu í tilefni þess. Þessi afmælisútgáfa BMW M760i verður ekki bara glæsilegur heldur einnig mjög aflmikill bíll. 

Hann verður með 12 strokka 6,6 lítra vél sem skilar 600 hestöflum og 800 Nm í togi. Bíllinn fer úr kyrrstöðu í hundraðið á aðeins 3,9 sekúndum. BMW M760i verður með X-Drive fjórhjóladrifinu. Hann kemur á 21 tommu álfelgum og innrétting bílsins er klædd ljóslituðu leðri sem er handsaumað.

Alcantara efni verður auk þess notað í innréttingunni og mælaborðið einkennist af píanó-svartri áferð. Aðeins verða framleidd 100 eintök af þessum bíl þannig að líklega verður eftirspurnin mikil. Verðmiðinn hefur ekki verið gefinn upp en víst er að hann mun kosta skildinginn.

Stikkorð: BMW  • Bílar  • Afmæli  • Lúxusbíll