*

Bílar 1. desember 2021

Aftur til framtíðar

Þýski bílaframleiðandinn Opel kynnir hugmyndabílinn Opel Manta, en bíllinn verður rafbíll.

Þýski bílaframleiðandinn Opel hefur kynnt hugmyndabílinn Opel Manta en bíllinn verður rafbíll. Með honum er Opel að fara aftur til framtíðar má segja.

Opel Manta var vinsæll bíll sem kom fyrst á markað 1970 með coupe sportlegar línur. Nýi bíllinn sækir margt til hans varðandi útlitið. Og hann fær nú rafmótor í stað gömlu bensínvélarinnar og ný LED ljós sem gera hann vissulega nútímalegri. En hönnunin á boddíinu sækir margt til upprunalega bílsins. Með bílnum sjást áherslubreytingarnar sem Opel er að gera í hönnun bíla sinna. Það er greinilega margt spennandi í gangi í Rüsselsheim.

Manta rafbíllinn fær 31 kWst rafhlöðu sem er staðsett aftan í bílnum. Hún skilar bílnum 145 hestöflum og 255 Nm í togi. Drægnin er um 200 km á rafmagninu samkvæmt upplýsingum frá framleiðanda.

Stikkorð: Opel