*

Ferðalög 31. október 2013

Airbus hvetur flugfélög til að stækka sætin

Ekki þarf að stækka sæti mikið til að auka þægindi farþega til muna.

Airbus hvetur flugfélög að bjóða upp á breiðari sæti í lengri flugum. Þetta kemur í kjölfar nýrrar rannsóknar sem sýnir að jafnvel tveir og hálfur sentimetri geti munað miklu upp á þægindi fyrir farþega í flugi.

The London Sleep Centre stóð fyrir könnuninni en þar kom í ljós að sæti sem var 45,7 sentimetrar á breidd, var 57% betra þegar farþegi reyndi að sofa en hefbundin stærð sætis sem er 43,2 sentimetrar í breidd. Flest flugfélög bjóða upp á sæti sem eru 43,2 sentimetrar en Airbus vonast til þess að flest flugfélög innleiði stærri sætin eða 45,7 sentimetra sætin.

Nánar er fjallað um málið á CNN. 

Stikkorð: Airbus