*

Bílar 23. apríl 2013

Alfa Romeo ætlar að þrefalda söluna

Eitt af trompunum hjá Alfa Romeo er nýr stór afturhjóladrifinn Giulia fólksbíll.

Stjórnendur Fiat samsteypunnar stefna að því að þrefalda söluna á Alfa Romeo bílum á einungis þremur árum. Áætlanirnar gera ráð fyrir því að auka árlega söluna um 300 þúsund bíla fram til ársloka 2016.

Eitt af trompunum í erminni er nýr stór afturhjóladrifinn Alfa Romeo Giulia fólksbíll sem settur verður til höfuðs BMW 5-línunni.

Evrópa hefur verið langmikilvægasti markaðurinn fyrir Alfa Romeo. Þar hafa selst um 90 prósent allra seldra Alfa Romeo bíla. Evrópumarkaðurinn er nú hrjáður af kreppu og samdrætti og því lítur ítalski bílaframleiðandinn til Ameríku, Asíu, Mið-Austurlanda, Afríku og Rússlands, raunar eins og flestir bílaframleiðendur í dag.

Stikkorð: Alfa Romeo
25 ára afmælistilboð VB – 50% afsláttur af áskrift

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti.
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir í 4 mánuði. Áskrifendur fá Viðskiptablaðið, Frjálsa verslun og Fiskifréttir sent ásamt vefaðgangi að vb.is og fiskifrettir.is