*

Bílar 30. ágúst 2018

Alfa Romeo frumsýning í Mosfellsbæ

Þrír Alfa Romeo bílar verða frumsýndir hjá Ís-band í Mosfellsbæ nk. laugardag kl. 12-16. Um er að ræða bílanna Giulia, Giulietta og Stelvio.

Þrír Alfa Romeo bílar verða frumsýndir hjá Ís-band í Mosfellsbæ nk. laugardag kl. 12-16. Um er að ræða bílanna Giulia, Giulietta og Stelvio.

Ítalska bílamerkið Alfa Romeo á sér ríka hefð í hönnun á kappaksturs- og sportbílum og endurspeglar framleiðsla þeirra bíla, þar sem ávallt er lögð áhersla á sportlega akstureiginleika og flott útlit.

Stelvio er aflmikill sportjeppi sem hefur nú þegar skráð sig á spjöld sögunnar, en hann státar af hraðameti fjöldaframleiddra jeppa á Nürburgring F1 keppnisbrautinni í Þýskalandi.

Stelvio er fjórhjóladrifinn  með 2,2 lítra 210 hestafla dísel vél og 8 gíra sjálfskiptingu og einnig fjórhjóladrifinn með 2.0 lítra 280 hestafla bensínvél og 8 gíra sjálfskiptingu

Giulia fékk Gullna stýrið fyrir að vera ,,Fallegasti bíllinn" þegar hann kom á markað 2016. Má segja að Giulia endurspegli orðið fegurð, í allri sinni mynd. Giulia hefur fengið fjölda verðlauna ekki bara fyrir útlitshönnun, heldur einnig fyrir góða akursteiginleika. Giulia með 2.0 lítra 280 hestafla bensínvél, 8 gíra sjálfskiptingu og fjórhjóladrifinn. Loks verður Giulietta, sportlegur og sprækur bíll í millistærðarflokki, frumsýndur. Giulietta með 1.4 lítra 170 hestafla bensínvél og 6 gíra sjálfskiptingu.

Stikkorð: Alfa  • Romeo