*

Hitt og þetta 30. ágúst 2006

Alfesca á leið úr landi?

Mörgum finnst sem brotthvarf Jakobs Sigurðssonar úr forstjórastóli Alfesca hafi farið furðu hljóðlega en margir hafa talið sig sjá merki um það að félagið flytjist brátt úr landi enda lítið eftir nema höfuðstöðvar þess hér heima. Flestir stjórnendur félagsins eru erlendis og sama má segja um Ólaf Ólafsson, stjórnarformann félagsins, sem nú er sestur að í London eins og fleiri íslenskir auðmenn.