*

Veiði 24. nóvember 2014

Álftá boðin út

Álftá á Mýrum hefur verið auglýst til leigu og er óskað eftir tilboðum til þriggja ára eða fimm ára.

Álftá á Mýrum hefur verið auglýst til leigu. Óskað er eftir tilboðum til þriggja ára, eða frá 2015 til 2017, eða fimm ára, frá 2015 til 2019.

Veiði í þessari tveggja stanga á var slök síðasta sumar eins og reyndar víða. Þá veiddust einungis 109 laxar. Í fyrra var veiðin aftur á móti frábær en þá veiddust 654 laxar í ánni.

Frestur til að skila tilboðum rennur út 27. nóvember. Veiðifélag Laxár í Leirársveit hefur óskað eftir tilboðum í veiðirétt Eyrarvatns (norðurhluta). Tilboðsfrestur rennur út 20. nóvember. Fyrir skömmu var Kálfá boðin út og hljóðaði hæsta tilboðið upp á 5,8 milljónir króna.

Stikkorð: Álftá