*

Hitt og þetta 4. júní 2013

Algengir frasar fasteignasala

Þeir sem fylgjast með fasteignaauglýsingum kannast sennilega við ýmsa frasa sem eiga að lýsa eignum. En hvað þýða þeir raunverulega?

The Telegraph tekur saman áhugaverða frasa sem fasteignasalar nota gjarnan um fasteignir sem þeir hyggjast selja. Það getur nefnilega verið flókið að sjá í gegnum lýsingar sem geta beinlínis verið villandi. 

Algengur frasi hjá íslenskum fasteignasölum er hinn alræmdi frasi um kjallaraholurnar: „Lítið niðurgrafin kjallaraíbúð....“ Síðan koma myndir og það eru varla gluggar á íbúðinni því hún er 90% neðanjarðar.

Skoðum nokkra frasa úr greininni í The Telegraph:

„Eignin er nálægt mikilvægum samgöngum.“ Lesist: „Eignin er við hliðina á lestarteinum eða undir hraðbraut.“

„Lækkað verð!“ Lesist: „Eigendurnir eru örvæntingafullir því enginn lítur við eigninni.“

„Kósí hús í rólegu umhverfi.“ Lesist: „Algjör hola úti í sveit.“

„Stutt í alla þjónustu.“ Lesist: „Íbúðin stendur við verslunargötu og er beint fyrir ofan skyndibitastað.“

„Nálægt skóla.“ Lesist: „Skólakrakkar munu hanga á lóðinni allan daginn og kasta rusli í garðinn þinn.“  

„Góð fyrstu kaup.” Lesist: „Íbúðin er ömurleg og í hræðilegu hverfi.”

„Íbúð með karakter.” Lesist: „Lofthæðin er lág og eigninni hefur ekki verið viðhaldið í fimmtíu ár.” 

Stikkorð: Rugl  • Fasteignasalar  • The Telegraph  • Bull
25 ára afmælistilboð VB – 50% afsláttur af áskrift

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti.
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir í 4 mánuði. Áskrifendur fá Viðskiptablaðið, Frjálsa verslun og Fiskifréttir sent ásamt vefaðgangi að vb.is og fiskifrettir.is