*

Hitt og þetta 24. júlí 2013

Of algengt að fólk taki farangur frá borði við brotlendingu

Ipadtölvur, handfarangur og jafnvel áfengi eru hlutir sem farþegar Asiana Airlines vélarinnar tóku með sér frá borði þegar vélin brotlenti.

Farþegar leggja sjálfa sig og samferðamenn sína í mikla hættu þegar flugvélar brotlenda. Ástæðan er farangur. Þótt ótrúlegt megi virðast er ipad eða veski oft ofarlega í huga farþega sem flýja brennandi flak flugvélar.

Þetta sást greinilega þegar fréttamyndir frá brotlendingu Asiana Airlines vélarinnar eru skoðaðar en þar má sjá farþega flýja frá borði með handfarangur, ipadtölvur og einn farþegi sást bera tvo kassa af áfengi úr fríhöfninni á flugbrautinni við flak vélarinnar. Annar farþegi sást hlaupa um á háum hælum á flugbrautinni, en slíkir skór eru algjörlega bannaðir þegar farþegar flýja flugvélar og renna sér niður uppblásnar rennibrautar.

Leslie Mayo, ein reyndasta flugfreyja hjá American Airlines, bendir á að farþegar hafi 90 sekúndur til að koma sér frá borði eftir brotlendingu. Það skapi því vandamál þegar farþegar hugsi frekar um farangurinn sinn heldur en farþegana fyrir aftan þá. Sérstaklega þegar markmiðið sé að koma öllum frá borði á sem stystum tíma. 

The Wall Street Journal segir frá þessu máli á vefsíðu sinni hér

Stikkorð: Flugvélar  • Örvænting  • Brotlending  • Hætta