*

Matur og vín 29. maí 2013

Algengustu mistökin við grillið

Þótt ótrúlegt megi virðast er það mikil nákvæmnisvinna að grilla hamborgara. Margt getur farið úrskeiðis. Skoðum helstu mistökin.

Sumir halda að grill sé auðvelt sem allir eiga að kunna og geta. En svo er ekki samkvæmt félögunum á Buzzfeed en þeir hafa tekið saman algengustu mistökin þegar fólk grillar hamborgara. 

Það má ekki loka grillinu of snemma, passa að setja ostinn á borgarann á nákvæmlega réttu augnabliki og alls ekki þjappa hakkinu of mikið þegar borgarinn er útbúinn. 

Skoðum fleiri mistök: 

Ekki stappa borgarana með spaðanum: Þegar borgari er stappaður með spaðanum á grillinu flæðir safi og blóð úr kjötinu. Og útkoman? Þurr borgari. 

Of lítið hakk = Of litlir borgarar: Í einn borgara þarf sirka 175 grömm af hakki. Ef þú ætlar að elda átta borgara þarftu rúmlega 1,5 kíló af hakki.

Grillið er óhreint: Ef maturinn festist við grillið er það líklega vegna þess að það er skítugt. Þegar þrífa skal grill er gott að hita það upp, skrapa óhreinindin af með vírbursta og þurrka síðan yfir með olíublautri eldhúsrúllu. 

Innihald hakks óvandað: Ef keypt er bara einhvern veginn hakk þá er aldrei að vita hvað gæti leynst í því. Svo, það er mikilvægt að skoða innihaldslýsinguna vel. Þó að feitt eða lélegt hakk orsaki ekki endilega matareitrun þá verða hamborgararnir ekki eins gómsætir eins og ef keypt er vandað og fitulítið hakk.

Of mikið hnoð = seigir borgarar: Því minna sem þú meðhöndlar hakkið því betra. Gott er að snerta ekki á hakkinu fyrr en þú útbýrð borgarana fyrir grillið. Hnoð í skál með kryddum og jurtum gerir kjötið seigara. Þetta eru ekki góðar fréttir fyrir fólk sem elskar hamborgara með fimmtán tegundum af grænmeti og parmesan. 

 

 

 

 

 

 

 

 

Stikkorð: Vonbrigði  • Grill  • Mistök  • Vesen