*

Ferðalög & útivist 24. mars 2012

Alger sprenging í fjölda ferðamanna

Tveimur árum eftir að fyrst var boðið upp á gistingu á Urðartindi er verið að setja upp herbergi á hlöðulofti til að anna eftirspurn.

Hjónin Arinbjörn Bernharðsson og Sigríður Birna Magnúsdóttir hafa undanfarin tvö ár boðið upp á gistingu í tveimur smáhýsum á jörðinni Urðartindi í Norðurfirði á Ströndum. Í sumar bætast svo við fjögur herbergi, sem innréttuð hafa verið í hlöðu á jörðinni. Arinbjörn segir að viðtökurnar hafi verið mjög góðar og ætla þau Sigríður ekki að láta þar við sitja, heldur hafa þau hugmyndir um hvernig megi bæta enn við þjónustu við ferðamenn.

Arinbjörn segir að þau hafi ekkert verið viðloðandi ferðamannageirann áður. „Ég hef sjálfur verið aðeins í útgerð, grásleppu og slíku, en ég á jörð þarna og mér fannst að ég þyrfti að gera eitthvað með hana. Þegar ég sá þá miklu aukningu sem varð í ferðamannageiranum fannst mér þetta upplagt. Það er einstök upplifun að koma í Norðurfjörðinn, sem er um 100 kílómetra fyrir norðan Hólmavík, en er alveg út af fyrir sig. Vegurinn þangað er lokaður þrjá mánuði á ári, en er mjög góður sumarvegur.“

Stikkorð: Urðartindur