*

Matur og vín 24. janúar 2018

Allegrini dagar á Grillmarkaðnum

Ein virtasta víngerð Ítalíu og Grillmarkaðurinn efna til veislu.

,,Okkur hlakkar mjög mikið til þess að fá Francesco í heimsókn, hann hefur reyndar komið nokkrum sinnum til landsins  en þetta er í fyrsta skiptið sem að við setjum saman matseðil ásamt því að velja sérstaklega vínin þeirra með," segir Hrefna Sætran eigandi Grillmarkaðsins um komu Francesco Allegrini til Íslands en víngerð Allegrini fjölskyldunnar í hæðum Valpolicella héraðinu á Ítalíu er ein sú virtasta og áhrifamesta sem þar er og nær saga hennar allt aftur á 17 öld.

Í tilefni heimsóknarinnar hefur Grilllmarkaðurinn og Allegrini ákveðið að efna saman til veislu. ,,Okkur langaði til þess að finna góð vín sem við töldum henta veitingastöðunum okkar og því ákváðum við að fara í þetta samstarf og flytja hingað heim vínin frá þeim," segir Hrefna sem flytur inn þessi gæðavín ásamt knattspyrnumanninum Emil Hallfreðssyni sem leikið hefur á Ítalíu undanfarin 10 ár.

Fransesco er sonur Franco sem er aðal víngerðarmaður og eigandi Allegrini mun koma til með að taka við af föður sínum eins og hefð hefur verið fyrir síðan víngerðin þeirra hófst.

Hann hefur sérvalið vín með 9 rétta matarveislu sem Hrefna Sætran og matreiðslumeistarar Grillmarkaðarins hafa sett saman og mun hann leiða gesti staðarins um heim Allegrini, dagana 16-17 Febrúar. Allegrini er margverðlunað fyrir vín sín, meðal annars valið vínhús ársins 2016 á Ítalíu af hinu virta tímariti Gambero Rosso. ,,Við erum mjög spennt yfir þessu öllu saman og lofum góðri veislu," segir Hrefna að lokum.