*

Ferðalög 7. október 2012

Allt komið á fullt aftur

Framkvæmdastjóri ferðaþjónustufyrirtækisins Eskimos segir erlenda ferðamenn sækja í helgarferðir að vetri til.

Það dofnaði aðeins yfir þessu í september en nú er allt komið á fullt aftur," segir Friðrik Bjarnason, framkvæmdastjóri Eskimos um stöðuna í þjónustunni við ferðamenn hjá fyrirtækinu. Hann segir fólk ekki endilega átta sig á því hvernig ferðamannabransinn hefur breyst. Á veturna liggur starfsemin til að mynda ekki í dvala heldur er gert út á þá ferðamenn sem hingað koma yfir veturinn.

„Á veturna er mikið um helgarferðir og fólk kemur hingað í fjögurra daga helgar," segir Friðrik en hann segir mikla helgarumferð af ferðamönnum fram í nóvember. 

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir liðnum tölublöð hér að ofan.