*

Heilsa 13. febrúar 2014

Alltaf treyst á mig en ekki bankann

Snyrtistofan Helena fagra fagnar 20 ára afmæli á morgun. Stofan hefur alla tíð verið á Laugavegi 163 og á tryggan kúnnahóp.

 „Ég þakka traustum viðskiptavinum og góðu starfsfólki fyrst og fremst,“ segir Brynhildur Stefanía Jakobsdóttir snyrtifræðimeistari sem nú fagnar 20 ára afmæli snyrtistofunnar Helenu fögru á morgun.

Brynhildur Stefanía var 22 ára þegar hún opnaði snyrtistofuna og segist alltaf hafa tekið eitt skref í einu. „Ég hef treyst eingöngu á sjálfa mig en ekki bankann. Ég hef alltaf verið í bókhaldinu og verið vel inni í rekstrinum sem hefur gefið mér alltaf réttu myndina hverju sinni. Síðan erum við mjög vel staðsettar í græna húsinu í hjarta borgarinnar,“ segir Brynhildur Stefanía.

Hún segir margt hafa breyst á 20 árum í snyrtibransanum. „Karlmenn eru duglegri að mæta á snyrtistofur í dag. Með tilkomu netsins er líka allt miklu opnara og geta viðskiptavinir kíkt á heimasíðuna okkar, www. helenafagra.is, og kynnt sér allt sem við bjóðum upp á. Einnig getum við nálgast upplýsingar sem tengjast faginu og því sem við viljum sérhæfa okkur í.“

Nánar er rætt við Soffíu í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir liðnum tölublöð hér.

Stikkorð: Helena Fagra