*

Tölvur & tækni 18. júní 2012

Alvarleg öryggishola fyrir sýndarvélar

Sýndarvélar eru ekki jafn öruggar og af er látið. Nú hefur komið í ljós öryggishola sem skilar því að hægt er að taka vélar yfir.

Tölvuöryggisteymi Bandaríkjanna (e. US-Cert) hefur gefið út viðvörun vegna öryggisholu sem lýsir sér í því að notandi á sýndarvél getur mögulega brotist út úr vélinni og tekið yfir stjórn á öllu sýndarumhverfinu. Gallinn sem er mjög alvarlegur er bundinn við sýndarvélar með 64 bita stýrikerfi og umhverfi með Intel örgjörva.

Fram kemur í tilkynningu frá Nýherja, að samkvæmt US-Cert eru VMware vSphere-umhverfi ónæm fyrir gallanum en m.a. XEN og HyperV eru það ekki.

Flest fyrirtæki á Íslandi með sýndarumhverfi nota VMware og eru þar af leiðandi ónæm fyrir hættunni, að því er segir í tilkynningunni.

Stikkorð: Tölvur  • Sýndarvélar