*

Tölvur & tækni 18. júlí 2014

Amazon býður upp á ótakmarkaðar rafbækur

Svar Kindle við Netflix býður lesendum ótakmarkað magn af raf- og hljóðbókum fyrir 1100 krónur á mánuði.

Amazon býður nú notendum sínum upp á þjónustu svipaða Netflix sem mun bera heitið Kindle Unlimited. Fyrir 9,99 dollara á mánuði, eða sem nemur 1100 íslenskum krónum, býðst notendum að lesa ótakmarkað magn af 600.000 Kindle rafbókum og hlusta á þúsundir hljóðbóka frá Audible.

Russ Grandinetti, varaforseti Kindle, segir í samtali við Business Wire að með þessari nýjung geti lesendur verið óhræddir við að prófa nýjan höfund eða bókaflokk og geta auðveldlega byrjað að lesa og hlusta. 

Almenningi býðst ókeypis reynslumánuður og geta svo gerst áskrifendur af þjónustunni.

Stikkorð: Amazon  • Kindle