*

Tölvur & tækni 6. júlí 2012

Amazon með snjallsíma í smíðum

Amazon á í viðræðum við kínverskt fyrirtæki um framleiðslu á nýjum snjallsíma.

Amazon fyrirtækið er að þróa eigin snjallsíma að því er segir í frétt Bloomberg. Amazon hefur um nokkurt skeið selt lestölvur undir merkinu Kindle og síðasta útgáfan, Kindle Fire, er spjaldtölva sem sló í gegn þegar hún kom út í fyrra.

Amazon er sagt vera í viðræðum við kínverska fyrirtækið Foxconn, sem framleiðir m.a. iPad spjaldtölvur fyrir Apple. Þrátt fyrir að Kindle Fire keyri á Android stýrikerfinu var útgáfan mikið breytt. Eru líkur leiddar að því að svipuð leið verði farin í símanum, sem mun þá keppa við Android og iPhone síma um hylli snjallsímanotenda.

Stikkorð: Android  • Amazon  • Kindle