*

Bílar 21. ágúst 2013

Andlitslyfting á Audi A8 kynnt í dag

Talsverðar breytingar hafa verið gerðar á framenda og afturenda bílsins, auk uppfærslu á vélum og öryggisbúnaði.

Audi kynnti í dag endurbætur á flaggskipinu A8. Ný kynslóð kemur að jafnaði á átta ára fresti og er endurbætur eru gerðar á u.þ.b. fjögurra ára fresti en ný kynslóð var einmitt frumsýnd árið 2009, sú þriðja í röðinni

Helstu breytingar eru á fram- og afturljósum og grillinu, sem hefur minnkað. Margar vélar hafa verið endurbættar, eru orðnar kraftmeiri og eyðslugrennri. Allar útgáfur koma nú með fjórhjóladrifi (Quattro) nema Hybrid útgáfan, væntanlega til að halda eyðslunni niðri. Einnig er 8 þrepa sjálfskipting orðinn staðalbúnaður.

Einnig hefur bæst við ýmiss konar öryggisbúnaður, svo sem viðvörunarbúnaðar vegna umferðar annarra ökutækja eða gangandi vegfarenda, viðvörunarbúnaður ef ekið er út fyrir akrein auk þess sem bíllinn getur lagt sjálfur. 

 Hér má sjá Audi A8L, lengri gerðina.

Það fer mun betur um farþega í aftursæti í lengri gerðinni, eins og má sjá.

Stikkorð: Audi A8  • Audi A8L