*

Hitt og þetta 13. mars 2013

Andlitsmynd í lattebollann - Myndband

Nú hefur kaffistaður tekið sig til og útbúið vélmenni sem málar andlitsmynd þína í lattefroðuna.

Ef þér líður eins og kóngi þegar liðið á Kaffitári man hvað þú heitir þegar það kallar upp kaffið þitt eða þegar það man hvort þú vilt sojalatte eða venjulegan (áður en þú pantar) þá ættir þú kannski að lesa áfram og jafnvel skoða myndbandið hér á síðu Gizmodo sem fjallar um málið í gær.

Kaffistaðurinn Barista Bot hefur tekið persónulega þjónustu á hærra stig. Kaffibarþjónarnir á þeim bænum taka mynd af viðskiptavininum á vefmyndavél og nota síðan vélmenni til að teikna andlit hans í mjólkurfroðuna, efst í lattebollann.

Vélmennið var hannað af Hypersonic í samstarfi við Rock Paper Robot. Útkomin verður þó seint talin listaverk en hún þykir þó slá hjartað eða klassíska laufblaðið út, sem sumir eru kannski komnir með leið á.

Stikkorð: Þjónusta  • Vélmenni  • Kaffi