*

Matur og vín 10. nóvember 2017

Apotekið í Sviss

Yfirmatreiðslumaður á Hotel Schweizerhof heillaðist af Apotekinu.

Eftir að Marcel Gerber, yfirmatreiðslumaður á Hotel Schweizerhof í Lucerne í Sviss, kom á Apotekið í mat núna í mars - sendi hann okkur boð um að fá okkur í heimsókn,“ segir Huld Haraldsdóttir veitingastjóri Apóteksins spurð um málið.

Huld hélt utan til Sviss ásamt yfirmatreiðslumeistara Apoteksins, Carlos Gimenez og Pétri Berg Maronsson matreiðslumanni þar sem þau settu saman íslenskan matseðil undir áhrifum Apóteksins sem Hotel Schweizerhof mun bjóða upp á til 4. febrúar á næsta ári.