*

Tölvur & tækni 19. ágúst 2014

App bólan gæti verið að springa

Þriðjungur snjallsímaeigenda hleður aldrei niður nýjum forritum. Níu af hverjum tíu borga aldrei fyrir snjallsímaforrit.

Snjallsíma eigendur eru mun minna áhugasamir en áður um að hlaða niður nýjum snjallsímaforritum, sem gæti bent til þess að app bólan sé að springa. Þessu greinir FT frá.

Samkvæmt könnun Deloitte hleður þriðjungur snjallsímaeigenda ekki niður neinum nýjum forritum á meðal mánuði, þetta gæti bent til þess að sala á snjallsímaforritum sé að ná hámarki sínu núna. 

Meðal fjöldi snjallsíma forriti sem hlaðið er niður í hverjum mánuði hefur lækkað talsvart árið 2014 í Bretlandi. Paul Lee, greiningar aðili hjá Deloitte, segir í samtali við FT að verið sé að nálgast hámark niðurhala snjallsímaforrita. 

Samkvæmt könnun Deloitte segjast níu af hverjum tíu aðspurðra aldrei borga fyrir snjallsímaforrit eða aukhluti fyrir símann sinn, sem bendir til þess að vöxtur og hagnaður innan geirans sé mjög takmarkaður. 

Í síðustu viku var greint frá því að eyðsla notenda vinsæla snjallsímaleiksins Candy Crush Saga hefði minnkað umtalsvert hraðar en við var búist og að hinir leikir fyrirtækisins væru ekki að bæta upp fyrir tekjumissinn.

Hlutfall þeirra sem hlaða ekki niður neinum nýjum snjallsímaforritum er nú 31% sem er umtalsvert hærra en í fyrra þegar það var um fimmtungur notenda. Auk þess hlaða notendur niður færri forritum en áður, í fyrra hlóðu notendur að meðaltali niður 2,32 forritum á mánuði en nú eru það 1,82 forrit að meðaltali. 

Ástæða minnkandi áhuga á nýjum snjallsímaforritum má meðal annars rekja til þess að snjallsímamarkaðurinn er að eldast. Margir hafa átt símann sinn í nokkur ár og hlaðið niður þeim forritum sem þeir nota daglega fyrir löngu síðan og hafa engan áhuga á að bæta við sig forritum. 

Stikkorð: app  • bóla