*

Tölvur & tækni 27. nóvember 2012

Apple keypti nafnið af Harley Davidson

Til að geta nefnt nýja hleðslutækni nafninu Lightning þurfti Apple að fá leyfi frá vélhjólaframleiðandanum.

Ein af nýjungunum sem iPhone 5 snjallsíminn frá Apple bar með sér var ný hleðslusnúra og innstunga í tækinu. Þessi tenging, sem ber nafnið Lightning, verður í öllum símum og spjaldtölvum frá Apple í framtíðinni.

Apple stóð hins vegar frammi fyrir ákveðnum vanda þegar kom að nafngiftinni, því vélhjólaframleiðandinn Harley Davidson á vörumerkið Lightning og rennur vörumerkjaskráningin ekki út fyrr en á næsta ári.

Apple gerði því samning við Harley Davidson sem felur í sér að Apple hefur rétt til að nota nafnið yfir tenglana, en Harley heldur réttinum til að nefna vörur tengdar vélhjólum nafninu Lightning.

Stikkorð: Apple  • Harley Davidson  • Lightning