*

Tölvur & tækni 27. ágúst 2014

Apple kynnir risa iPad

Forsvarsmenn Apple vona að stærri iPad skjár muni leiða til aukinnar sölu á iPad.

Apple er að stækka skjánna á vinsælustu vörum sínum meðal annars iPhone og iPad. Stækkunin á skjám iPad mun vera liður í því að auka sölu á vörunni en eins og VB.is greindi frá hefur sala á iPad verið heldur dræm að undanförnu og dregist saman milli ára.

Í byrjun árs 2015 mun Apple hefja framleiðslu á nýjum iPad með 12,9 tommu skjá, en í dag eru tvær stærðir í boði regluleg stærð sem er 9,7 tommur og iPad mini sem er 7,9 tommur. Auk þess munu nýjar útgáfur af iPad og iPad mini vera gefnar út fyrir jól. 

Eins og VB.is greindi frá mun skjárinn á væntanlegum iPhone 6 vera mun stærri en fyrri iPhone módel. En Apple stækkaði einnig skjáin við gerð iPhone 5.

Stikkorð: iPad  • Apple  • iPhone 6