*

Tölvur & tækni 28. ágúst 2015

Apple kynnir nýjungar 9. september

Talið er líklegt að Apple muni kynna nýjan iPhone og nýjan iPad, iPad Pro, á fjölmiðlakynningu 9. september.

Búið er að senda út boðskort fyrir fjölmiðlakynningu hjá Apple, 9. september. Talið er líklegt að nýr iPhone verði kynntur á kynningunni.

Nýi iPhone síminn (hingað til kallaður iPhone 6S) mun vera hlaðinn fullt af nýjungum. Talið er að nýr iPad 12,9 tommu Pro útgáfa verði einnig kynnt á viðburðinum. Apple hefur ekki staðfest hvort iPhone síminn verði kynntur á þessum viðburði. Hins vegar voru iPhone 6 og iPhone 6 Plus kynntir á sama degi fyrir ári síðan. Auk þess hefur Apple kynnt nýjan iPhone á viðburðum í byrjun September undanfarin þrjú ár.

Fyrr í mánuðinum greindi VB.is frá því að líklegt væri að iPhone yrði kynntur 9. september

Stikkorð: Apple  • iPhone 6S  • iPad Pro  • fjölmiðlakynning