*

Tölvur & tækni 26. maí 2014

Apple leggur lokahönd á "snjall heimilis" stýrikerfi

Ný tækni mun breyta iPhone í fjarstýringu fyrir ljós, öryggiskerfi og önnur heimilistæki

Nýja kerfið er hluti af þróun Apple í ,,net hluti." Fyrirtækið hyggst ögra keppinautum sínum Google og Samsung með því að taka stórt skref í snjall heimilistækni á Worlwide Developer ráðstefnunni annan júní næstkomandi í San Francisco. Þessi nýja þróun bendir til þess að iPhone stýring heimilanna sé næsta skref í tækniheiminum þar sem sala á snjal símum hefur byrjað að dragast saman á þróuðum mörkuðum. 

Þetta skref Apple kemur í beinu framhaldi af 3,2 milljarða dollara fjárfestingu Google í Nest Labs sem þróa hitamæla og reykskynjara sem tengjast internetinu, og kaup Samsung á ,,snjall heimilis" ískápum, þvottavélum og sjónvörpum sem má stjórna með snjallsímum og úrum. 

Nýja kerfi Apple mun gera fólki auðveldara fyrir að stjórna ,,snjall heimilinu." Þá geta til dæmis ljós kviknað um leið og eigandinn gengur inn í húsið sitt með því að senda þráðlaust boð úr símanum sínum. Þannig kerfi var kynnt í Apple einkaleyfi sem fékkst í nóvember á síðasta ári. Heimiliskerfið mun veita viðskiptavinum Apple enn frekari ástæðu til þess að kaupa vörur úr iOS fjölskyldunni eins og til að mynda iPhone, Ipad og Apple TV box til að stjórna heimilistækjum sínum. 

Apple hefur verið í viðræðum við aðra tækjaþróendur en snjall heimilistæki þeirra munu vera þróuð til að virka í samvinnu við Apple hugbúnaðinn og vera svo seld á almennum markaði. Apple leggur áherslu á öryggi í tækjunum sínum og að persónulegum upplýsingum verði vel gætt, en þeir telja það vera styrk sinn yfir Google í þróun snjall heimilistækja.

Apple búðir selja nú þegar nokkur snjall heimilistæki, meðal annars hitamæli, þráðlausar myndavélar, og perur sem öll stjórnast af mismunandi iPhone öppum. Þar sem snjall heimilis markaðurinn er glænýr mun Apple standa frammi fyrir því að sannfæra neytendur um að nota nýja hugbúnaðinn, en loforð Apple um vörur sem ,,virka einfaldlega" þegar þær eru notaðar saman gæti veitt þeim forskot á markaðnum.

Stikkorð: Apple  • iPhone  • apple  • snjalltækni