*

Tölvur & tækni 22. júlí 2014

Apple pantar 70 milljónir eintaka af nýjum iPhone

Miklar væntingar eru fyrir sölu á nýjum iPhone sem mun vera með stærri og sterkari skjá, og betri myndavél.

Apple hefur lagt fram stærstu pöntun sína af iPhone hingað til. Nýjar gerðir af iPhone eru væntanlegar í ágúst og talið er að leggja fram pöntun fyrir 70 til 80 milljónir stykkja. Tvær gerðir verða í boði einn sími  með 4,7 tommu skjá og annar með 5,5 tommu skjá. 

Ákveðið var að leggja fram svona stóra pöntun í ljósi þess að í fyrra þegar 50-60 milljónir iPhone 5S og 5C voru pantaðir seldist iPhone 5S upp mjög hratt. Skortur varð á símanum og margir þurftu að bíða í viku eða lengur eftir nýjum iPhone 5S.

Nýjasti iPhone Apple sem er búist við að muni hljóta nafnið iPhone 6 er sagður munu hafa fullt af nýjungum í hugbúnaðinum og meðal annars betri myndavél og sterkari skjá.

iPhone er ein sterkasta söruvala Apple en meira en helmingur af tekjum fyrirtækisins koma inn vegna sölu á símum. Sala á iPhone hefur verið sterk á þessu ári, 36 milljónir síma seldust og salan jókst um 14,9% á síðasta ársfjórðungi miðað við sama tímabil í fyrra. 

Í kringum jólin í fyrra seldi Apple 51 milljón eintaka af nýjum iPhone, í ljósi þess er talið eðlilegt að panta núna fyrir fram 70-80 milljónir eintaka af væntanlegum iPhone.

Hér fyrir neðan má sjá nýjungar iPhone 6

Stikkorð: Apple  • iPhone