*

Tölvur & tækni 30. júní 2012

Apple prófar íslenskt lyklaborð

Samkvæmt heimildum Viðskiptablaðsins standa prófanir yfir á notkun notkun lyklaborðs á íslensku fyrir iPhone og iPad.

Líkur er á því að Apple setji íslenskt lyklaborð inn í stýrikerfið iOS 6 sem er væntanlegt í næsta mánuði. Samkvæmt heimildum Viðskiptablaðsins standa prófanir yfir og því ættu iPhone og iPad eigendur að geta slegið inn íslenskan texta mun hraðar þegar af þessu verður. 

Fleiri uppfærslur eru væntanlegar með nýja stýrikerfinu og fullkomnara kortakerfi er eitt af því. Einnig verður mögulegt að deila myndasafni með öðrum og skilja eftir athugasemdir við myndirnar. 

Passbook mun síðan gera innritun í flug mun þægilegra þar sem hægt verður með einfaldari hætti að sýna farmiða, bíómiða og fl. með því að skanna skjáinn. 

Stikkorð: Apple