*

Tölvur & tækni 22. október 2012

Apple sviptir hulunni af smáum iPad

Líklegt þykir að Apple kynni á morgun minni gerð af iPad-spjaldtölvu en áður hefur verið á markaði.

Líklegt þykir að bandaríska tæknifyrirtækið Apple kynni sjö tommu iPad-spjaldtölvu á ráðstefnu fyrirtækisins sem boðað hefur verið til á morgun. Menn hafa verið að spá og spekúlera að hvaða leyti litla spjaldtölvan mun verða frábrugðin þeim þremur og stærri sem hafa komið á markaðinn. 

Adrian Kingsley-Hughes, dálkahöfundur hjá ZDnet telur ekki líkur á miklum breytingum frá þriðju kynslóð iPad-tölvunnar sem leit dagsins ljós fyrr á árinu. Hann býst hins vegar ekki við að tölvan verði með Retina-skjá heldur eins og prýðir nýja iPad-dinn heldur skjár sem muni svipa til þess sem prýddi iPad 2. Ástæðuna fyrir því segir hann þá að Retina-skjár sé þyngri og sé Apple mikilvægt að hafa sem fæsta hluti í tölvunni sem þyngi hana.

Þá reiknar hann ekki með að Apple muni bjóða upp á 8 GB iPad heldur stærri gerðir, 16, 32 og 64 GB. Tölvurnar verða samkvæmt honum líklega með nýjustu tengikvínna, þá sömu og prýðir iPhone 5-símana.

Stikkorð: iPad  • Apple