*

Tölvur & tækni 10. mars 2015

Apple úr kostar allt að 2,3 milljónir

Snjallúrið Apple Watch mun kosta frá 349 dollurum uppí 17,000 dollara. Þetta kom fram á blaðamannafundi fyrirtækisins í gær.

Apple hélt blaðamannafund um snjallúrið sitt, Apple Watch í gær. Engu óvæntu var uppljóstrað á fundinum en fram kom þó að verð á úrinu myndi vera frá 349 dollurum uppí 17,000 dollara sem er allt að 2,3 milljónir íslenskra króna. Fer verðið eftir því hvernig málmur er notaður við gerð úrsins og hvaða ól fylgir með. Þetta kemur fram í frétt BBC.

Á heimasíðu Apple er hægt að finna um 38 mismunandi gerðir úrsins. Tim Cook forstjóri Apple sagði á fundinum að batteríið í úrinu myndi endast í kringum 18 klukkustundir á milli hleðsna, en tekur um tvær og hálfa klukkustund að fullhlaða úrið.

Einnig staðfesti Apple að nú þegar væru búið að þróa þúsundir smáforrita fyrir úrið meðal annars Facebook, Instagram og Uber.

Stærri gerð úrsins sem er um 42mm munu kosta 50 dollurum meira en minni gerðin sem er um 38mm. Apple sagði einnig frá því að úrin myndu fara í sölu 24.apríl. 

Stikkorð: Apple  • Apple Watch
25 ára afmælistilboð VB – 50% afsláttur af áskrift

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti.
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir í 4 mánuði. Áskrifendur fá Viðskiptablaðið, Frjálsa verslun og Fiskifréttir sent ásamt vefaðgangi að vb.is og fiskifrettir.is