*

Tölvur & tækni 7. júní 2012

Apple vill fjarlægja Google Maps úr iPhone

Sambandið virðist hafa kólnað á milli fyrirtækjanna. Apple hefur keypt upp kortaþjónustufyrirtæki að undanförnu

Apple hefur í hyggju að fjarlægja Google Maps úr framtíðarútgáfum fyrirtækisins af iPhone og Ipad. Þetta kemur fram í frétt E24.no í dag. Samkvæmt heimildum ætlar fyrirtækið að koma á fót eigin kortaþjónustu og losa þar af leiðandi þjónustu Google úr tækjum fyrirtækisins.

Þegar Apple kynnti Iphone var mikið gert úr samstarfi fyrirtækjanna þar sem Google Maps var eitt af þeim forritum sem jók notendagildi símans. Eftir að Google setti fram Android-stýrikerfið árið 2010 fyrir farsíma hefur greinilega sambandið kólnað á milli fyrirtækjanna ef marka má fréttina. Vísbendingar um að þetta sé að gerast telja menn að sé til að mynda að finna í þeirri staðreynd að Apple hafi keypt upp ýmis smáfyrirtæki sem vinna að hugmyndum um sambærilegar kortaþjónustur.

Stikkorð: Apple  • Google