*

Hitt og þetta 1. apríl 2019

Aprílgöbb dagsins 2019

Flestir fjölmiðlar og fjölmörg fyrirtæki reyndu sitt ítrasta til að láta lesendur og viðskiptavini til að hlaupa apríl í dag.

Velflestir fjölmiðlar landsins, sem og fjölmörg fyrirtæki, gerðu sitt besta til að láta fólk hlaupa apríl í dag, fyrsta dags mánaðarins samkvæmt hefðinni. Þó ekki Viðskiptablaðið, sem hafði samt gaman af, en hér má sjá helstu aprílgöbb dagsins:

Bernais sósu fyllt súkkulaði dýr, þar sem í stað lakkrís eða karamellufyllingar væri nú Freyja að bjóða súkkulaðidýr fyllt bernaissósu. Áhugasömum var boðið að mæta í sælgætisgerðina til að smakka vöruna.

Eðalbílaleiga í Reykjavík byði upp á ókeyps ferðir í stað strætisvagna í verkfalli, en bílstjórar hafa hafið tímabundin verkföll á háannatímum í dag. Þeim sem langaði að nýta þjónustuna var boðið að mynda einfalda röð á hefðbundnum biðstöðvum Strætó.

Járnsætið úr Game of Thrones var sagt vera á Íslandi sem hluti af auglýsingaherferð, og birt mynd með sem sýndi það við herminjar í Öskjuhlíðinni, rétt við bílastæðið hjá Mjölni.

Bára viðurkenndi að allt væri þetta rétt hjá Miðflokknum, upptökurnar hefðu verið gerðar samkvæmt samningi að undirlagi Framsóknarmanna. Fréttin var þó ekki trúverðugri en það að sá sem átti að hafa staðið fyrir að hafa keypt hana til verksins er sagður hafa gengt trúnaðarstörfum fyrir Kaupfélag Bolvíkinga sem er augljós lygi enda ekkert kaupfélag þrifist í bænum, sem lengst af hefur verið undir stjórn Sjálfstæðismanna, áratugum saman.

Þar sem ekki mátti birta samninginn allan var áhugasömum boðið að mæta á skrifstofu fjölmiðilsins til að skoða hann.

Gosdrykkjaframleiðandinn kynnti Coca Cola Zero sykur með brokkólíbragði en var áhugasömum boðið að mæta í höfuðstöðvarnar til að fá gefins kassa.

Netverslunin sagði bandarísku verslunarkeðjuna Target hafa keypt verslunina, og var gestum síðunnar boðið að smella á hlekk til að skoða vöruúrval Target. Þeir sem hlupu apríl var boðið 10% afsláttur á vörum í dag.

Lesa má frekari samantekt á vef Fréttablaðsins, þar með talið með platfréttum frá Lego, Skógræktinni og Domino´s.

Stikkorð: Aprílgabb  • 1. apríl  • grín  • hlaupa apríl