*

Bílar 24. ágúst 2020

Arfleið BMW M-bílanna haldið á lofti

Væntanlegir M-bílar BMW verða með 3 lítra vélar með tvöfaldri forþjöppu sem skila 473 hestöflum í M3 og 503 hestöflum M4.

Þýski lúxusbílaframleiðandinn BMW mun á næstunni koma fram með nýja M3 og M4 Coupe sem eru gríðarlega öflugir og sportlegir bílar enda ættaðir úr Mortorsport-deild BMW. 

Fyrstu myndir af nýjum og sportlegum BMW M4 Coupe og M4 GT3 keppnisbílnum hafa verið birtar þar sem bílarnir sjást vígalegir á braut en enn í felulitum. Þeir koma með nýjum framenda og nýju grilli sem er samt augljóslega talsvert breytt frá venjulegum BMW fólksbílum þótt sjálf framljósin séu ekki ósvipuð.

Bílarnir eru fallega og sportlega hannaðir eins og búast má við frá BMW. Þeir eru með 3 lítra vélum með tvöfaldri forþjöppu sem skila 473 hestöflum í M3 og 503 hestöflum M4 Coupe. Hægt er að velja á milli sex gíra beinskiptingu eða átta gíra sjálfskiptingu. 

Það sem gerir BMW M bílanna svo sérstaka er ætternið sem á rætur sínar að rekja til ársins 1972 þegar Motorsport-deild BMW var stofnuð. Fyrsti M-merkti BMW-inn var BMW M1 sem kom á markað 1978. Hann var hreinræktað afsprengi Motorsport-deildarinnar. Það er mikið á nýjustu BMW M3 og M4 bílanna lagt því þeir þurfa að halda þessari þekktu arfleifð á lofti.

Stikkorð: BMW  • M4  • M3