*

Menning & listir 25. febrúar 2013

Argo, Lawrence og Day-Lewis sigursæl

Argo fékk Óskar sem besta myndin, Daniel Day Lewis sem besti leikarinn og Jennifer Lawrence sem besta leikkonan.

Kvikmynd Ben Affleck, Argo, var valin besta kvikmyndin á Óskarsverðlaunahátíðinni í nótt. Daniel Day-Lewis fékk verðlaunin fyrir besta leik í aðalhlutverki fyrir leik sinn í mynd Stevem Spielberg um Abraham Lincolt og Jennifer Lawrence hlaut verðlaunin sem besta leikkonan í aðalhlutverki fyrir leik sinn í kvikmyndinni Silver Linings Playbook.

Ang Lee var valinn besti leikarinn fyrir myndina Life of Pi. Anne Hathaway og Christoph Waltz fengu verðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki, Hathaway fyrir leik sinn í Vesalingunum og Waltz fyrir leik sinn í Tarantino-myndinni Django Unchained.

Þá var Amour valin besta erlenda kvikmyndin og lag bresku söngkonunnar Adele, Skyfall úr samnefndri Bondmynd, var valið besta lagið.

Stikkorð: Óskarsverðlaun