*

Hitt og þetta 31. október 2013

Arkitektar hanna dúkkuhús

Helstu arkitektar Bretlands hönnuðu dúkkuhús sem síðan verða seld á uppboði.

Tuttugu helstu arkitektar Bretlands voru fengnir af fyrirtækinu Cathedral Group til að hanna dúkkuhús.

Tilgangurinn er að selja síðan dúkkuhúsin á uppboði og mun allur ágóðinn renna til Kids sem eru góðgerðarsamtök fyrir börn með hreyfi- og þroskahömlun og fjölskyldur þeirra.

Dúkkuhúsin þykja mjög áhugaverð þar sem þau eru hönnuð með það fyrir augum að höfða til barna sem eru til dæmis með einhverfu eða eru sjónskert eða hreyfihömluð.

Þeir sem bjóða í dúkkuhúsin munu sennilega þurfa að borga í kringum 300 til 400 þúsund krónur fyrir stykkið svo það er ekki líklegt að þau lendi í geymslunni heldur fá vonandi að njóta sín á virðulegum stað í stofu eða barnaherbergi. Enda mörg þeirra mjög flott. Á Gizmodo má lesa nánar um dúkkuhúsin.

 

 

 

 

 

 

 

 

Stikkorð: Hönnun  • Arkitektúr