*

Hitt og þetta 27. júlí 2005

Ármann fær aðstöðu í Laugardal

Borgarráð Reykjavíkur samþykkti á fimmtudaginn síðasta 2.600 fermetra íþróttahús Ármanns sem áætlað er fyrir fimleika- og bardagaíþróttir. Íþróttahúsið sem áætlað er að verði tilbúið haustið 2006 mun kosta borgina 240 milljónir á þessu ári og 440 milljónir árið 2006.

Líkt og fram kom í Viðskiptablaðinu 6. júlí verður íþróttahús Ármanns áfast félagshúsi Þróttar í Laugardal. Borgin kaupir þá aðstöðu Þróttar og kemur til með að sjá um rekstur félagsins næstu 30 árin. Með því losnar félagið við 16-17 milljón króna láns- og viðhaldskostnað á ári, auk þess sem samanlagðar skuldir félagsins verða að fullu greiddar en þær nema nú um 90 milljónum króna.

25 ára afmælistilboð VB – 50% afsláttur af áskrift

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti.
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir í 4 mánuði. Áskrifendur fá Viðskiptablaðið, Frjálsa verslun og Fiskifréttir sent ásamt vefaðgangi að vb.is og fiskifrettir.is