*

Menning & listir 5. nóvember 2015

Arna Óttarsdóttir sýnir í i8 gallerí

Arna vefar skissumyndir og hugmyndir í veggteppi og teygir efniviðinn í allar áttir með tilraunasemi sinni.

Listakonan Arna Óttarsdóttir sýnir nú verk sín í i8 gallerí á Tryggvagötu. Sýningin opnar í dag, fimmtudaginn 5. nóvember, og stendur til 9. janúar á næsta ári. Opnun sýningarinnar er klukkan 17-19 í dag.

Sýning Örnu, sem er sú fyrsta, er samansett af margs konar veggteppum sem hún hefur vefað eftir skissum og hugmyndum sem hún hafnaði upprunalega. 

Inn í vefnaðinn lætur hún svo fylgja með brot úr textílhandbókum og leikur sér að mjög í tilraunagleði sinni.

Freistandi væri að rýna nánar í verk Örnu í ljósi samfélagslegrar og jafnvel feminískrar gagnrýni í ljósi sögu efniviðarins síðustu áratugi. 

Þó virðist sem listakonan reyni gagngert að þræða fram hjá slíkri orðræðu, og leggi í staðinn áherslu á sköpunargleðina sem fylgir listinni, og eigin uppgötvunarferli.

Verkin bera með sér gleði og undrun listsköpunar sem töfrar fram verðmæti og þýðingu úr engu nema hugvitinu og höndunum. 

Stikkorð: i8 gallerí  • List  • Arna Óttarsdóttir