*

Menning & listir 6. janúar 2016

Þrjár litabækur meðal 10 mest seldu bóka

Ensk þýðing Sjálfstæðs fólks eftir Halldór Laxness var meðal tíu mest seldu bóka síðasta árs.

Þýska húsið eftir Arnald Indriðason var vinsælasta bókin í verslunum Pennans-Eymundssonar á árinu 2015.

Sogið eftir Yrsu Sigurðardóttir var næst mest selda bókin. Litabókfyrir fullorðna, Enchanted Forest eftir Johanna Basford var í þriðja sæti og bókin Leynigarður eftir sama höfund var í fjórða sæti. Konan í lestinni eftir Paula Hawkins var fimmta mest selda bókin á árinu. Konan í lestinni eftir Paula Hawkins var vinsælasta kiljan, en hún var númer fimm yfir allar bækur. Iceland in a Bag  er í sjötta sæti. Þriðja litabókin eftir Basford var í sjöunda sæti en hún ber heitið Secret Garden.

Athygli vekur að Independent People eftir Halldór Laxness er í áttunda sæti. Bókin kom upphaflega út á íslensku árið 1934 og Halldór lést árið 1998.

Afturgangan eftir Jo Nesbø var svo níunda mest selda bókin og í tíunda sæti Stóri skjálfti eftir Auði Jónsdóttur.