*

Hitt og þetta 7. maí 2013

Arnar Þór: Gaman að fá þessa viðurkenningu

Lebowski bar í Reykjavík kemst á lista yfir 10 bestu kokteilbari í heimi. Eigandi segir það ekki koma sér á óvart.

Lára Björg Björnsdóttir

„Án þess að vera hrokafullur þá kemur þetta mér ekki á óvart. Þetta er auðvitað drykkur hússins en auðvitað er gaman að fá þessa viðurkenningu," segir Arnar Þór Gíslason, einn af eigendum Lebowski bar um lista þar sem finna má 10 vinsæla kokteila sem allir koma fyrir í bíómyndum eða sjónvarpsþáttum.

Athygli vekur að í sjöunda sæti er íslenski barinn Lebowski bar en þar er því haldið fram að besti White Russian kokteill í heimi sé blandaður á Lebowski bar í Reykjavík: „Ef við gætum ekki gert góðan hvítan rússa á Lebowski bar þá ættum við áreiðanlega að kalla barinn eitthvað annað," segir Arnar Þór og bætir við: „Steikarborgarinn og hvítur rússi er besta blandan sem þú færð á barnum. Og það fyndna er að við erum stærsta ísbúðin á Laugavegi, það veit bara enginn af því. Á sumrin er nefnilega drykkurinn White Russian shake vinsælastur hjá okkur, við seljum meira af honum en bjór á sumrin þegar sólin skín," segir Arnar Þór.

Stikkorð: White russian  • Lebowski bar