*

Heilsa 16. október 2014

Árni Helga: Drekk hálft glas af græna djúsnum

Af og til rífur Árni Helgason sig í gang, svitnar og hellir í sig græna djúsnum.

Edda Hermannsdóttir

Þegar Viðskiptablaðið sló á þráðinn til Árna Helgasonar, lögmanns og eins eigenda Cato-lögmanna, og spurði hann að helstu hreyfi- og næringarvenjum stóð ekki á svörum. „Ég er dæmigerður Íslendingur þegar kemur að hreyfingu. Að jafnaði er agaleysið allsráðandi þegar kemur að næringu og líkamsrækt en af og til ríf ég mig í gang og fer í átak með tilheyrandi selfies-myndatökum og statusum til þess að það fari nú örugglega ekki framhjá neinum að ég hafi svitnað aðeins og drukkið kannski eitt glas af græna djúsnum - ok, bara hálft glas og henti restinni. Ég hef tekið lestina á milli þessara tveggja staða nokkuð oft en tek þó fram að ég hef dvalið mun lengur á fyrrnefnda staðnum.“

Árni hefur þó einn fastan punkt í tilverunni þegar kemur að hreyfingu. „Á laugardögum spila ég körfubolta í íþróttahúsi Háskólans með góðum hópi. Þar er öll aðstaða til fyrirmyndar og ekki spillir fyrir að tvær sómakonur, Rannveig og Soffía, taka á móti okkur og gæta að því að allt fari fram samkvæmt kúnstarinnar reglum. Þetta er frábær tími sem maður vill alls ekki missa af.“

Stikkorð: Árni Helgason