*

Bílar 6. desember 2014

Árni Johnsen guðfaðir einkanúmersins

Verðið á einkanúmerum hefur haldist óbreytt frá árinu 1996. Það væri rúmlega tvisvar sinnum hærra hefði það fylgt verðlagi.

Einkanúmerum hefur fækkað umtalsvert á undanförnum árum. Verðið er 25.000 kr. og endurnýja þarf númerið að átta árum liðnum og greiða sama gjald aftur. Samkvæmt upplýsingum frá Samgöngustofu eru skráð einkanúmer 5.282 talsins en til samanburðar voru þau um 4.500 vorið 2008.

Skilyrði um áletrun

Áletrun á einkamerki má hvorki brjóta í bága við íslenskt málfar né vera líkleg til að valda hneykslun. Ef áletrun stríðir gegn réttindum annarra (t.d. skrásettu vörumerki) eða gegn lögum (t.d. lyfjalögum) er það á ábyrgð rétthafa merkisins. Samgöngustofa leggur mat á hvort áletrunin stenst reglur. Meðal áletrana sem hafnað hefur verið á undanförnum árum er KILLER, FÍKNÓ, BAKKUS, DEVIL, SATAN og Ó GUÐ.

Nánar er fjallað um málið í Bílablaðinu sem fylgir Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð.

Stikkorð: Einkanúmer