*

Veiði 23. febrúar 2014

Árni verður næsti formaður

Árni Friðleifsson var sá eini sem bauð sig fram í formann Stangaveiðifélags Reykjavíkur.

Árni Friðleifsson verður næsti formaður Stangaveiðifélags Reykjavíkur (SVFR). Árni, sem er nú varaformaður SVFR, var sá eini sem bauð sig fram. 

Hann tekur við starfinu af Bjarna Júlíussyni á aðalfundi félagsins, sem fer fram á fimmtudaginn. Á fundinum verður kosið um sæti þriggja stjórnarmanna til tveggja ára og eru fjórir í framboði en þeir eru: Hörður Birgir Hafsteinsson, sem situr í stjórninni í dag, Júlíus Bjarni Bjarnason, Rögnvaldur Örn Jónsson og Jón Víðir Hauksson. 

Rétt til setu á fundinum hafa allir félagsmenn sem eru skuldlausir við félagið. Atkvæðisrétt hafa einungis félagsmenn 18 ára og eldri.