*

Sport & peningar 10. mars 2012

Arsenal hagnast á sölu leikmanna

Arsenal hagnaðist um tæplega 50 milljónir punda á seinni hluta síðasta árs, m.a. vegna sölu á leikmönnum.

Enska knattspyrnuliðið Arsenal hagnaðist um 49,5 milljónir sterlingspunda á síðustu sex mánuðum síðasta árs, samanborið við tap upp á 6,1 milljón punda árið áður. Mestur hluti hins mikla hagnaðar kemur til vegna sölu leikmannanna Samir Nasri og Cesc Fabregas sem seldir voru fyrir tæpar 42 milljónir punda. Stuðningsmenn liðsins hafa kallað eftir því að hagnaðinum verði varið í að kaupa nýja leikmenn.

Stikkorð: arsenal