*

Bílar 5. desember 2016

Arteon tekur við keflinu

Þýski bílaframleiðandinn Volkswagen hefur tilkynnt um að CC fólksbíllinn verði lagður niður en arftaki hans mun fá nafnið Arteon.

Þýski bílaframleiðandinn Volkswagen hefur tilkynnt um að CC fólksbíllinn sportlegi verði lagður niður en arftaki hans mun fá nafnið Arteon.

Arteon verður stærri bíll en forverinn og hinn vinsæli Passat og með sportlegar línur eins og CC. Má þar nefna coupé lagið á þakinu að aftan og þá verða engir ramma utanum framhliðarrúðurnar. Arteon var fyrst kynntur sem tilraunabíllinn Sport Coupe Concept GTE sem sést hér á myndinni. Endanlegt útlit Arteon verður að sögn Volkswagen nokkuð líkt tilraunabílnum.

Arteon verður með stærra farangursrými en forverinn CC. Arteon verður talsvert dýrari en Passat, enda talsvert meira í hann lagt. Arteon mun fá sömu vélar og er að finna í Passat, en dýrasta gerð Arteon mun fá öflugri vél. Volkswagen ætlar að sýna þennan nýja Arteon bíl á bílasýningunni í Genf í mars á næsta ári og stefnt er að hann fari í sölu á næsta ári.

Stikkorð: bílar  • Volkswagen Arteon