*

Bílar 28. október 2012

510 hestafla smábíll

Í stað 1,3 lítra 98 hestafla vélar er Aston Martin að hugsa um að setja 6 lítra V12 vél í Cygnet.

Aston Martin skoðar nú möguleikann á að setja 6 lítra V12 vél í Cygnet smábílinn. Í dag er bíllinn búinn fjögurra sílendra vél, 1,3 lítra, sem skilar 98 hestöflum.

Cygnet er byggður á Toyota iQ en eins og sjá má á myndunum og myndbandinu jafn íburðarmikill og aðrir Aston Martin-ar. Leður, aksturstölva, öflugt hljómflutningskerfi fylgir í þessum þriggja dyra smábíl.

Bíllinn vegur aðeins 988 kíló og vélin myndi skila 510 hestöflum. Þetta yrði því einhver snarpasti bíll sem hefur verið framleiddur.

Cygnet með 1,3 lítra vélinni kostar um 6 milljónir króna í Bretlandi, líklega um 12 milljónir á Íslandi. Ekki er vitað hvað bíllinn með stærri vélinni myndi kosta.