*

Hitt og þetta 1. mars 2013

Aston Martin barnavagnanna

Bílaframleiðandinn Aston Martin og Silver Cross hafa í samstarfi búið til barnavagn af dýrari gerðinni.

Nú er fáanlegur barnavagn sem er raunverulegur Aston Martin. Vagninn er afrakstur samstarfs Aston Martin bílaframleiðandans og Silver Cross sem er raunverulegur barnavagnaframleiðandi. Gizmodo.com segir frá þessum stórtíðindum í gær.  

Nema hvað, þessi lúxus barnavagn er sérstaklega vandaður. Leður, álfelgur og mjúkir demparar. Þetta hljómar eins og lýsing á bíl en nei, svona er barnavagninn. 

Vagninn heitir „The Silver Cross Surf, Aston Marin Edition“ fyrir áhugasama og kostar 3000 dollara eða 373 þúsund krónur. Aðeins. 

Stikkorð: lúxusvörur  • Aston Martin  • Barnavagnar