*

Bílar 30. maí 2012

Aston Martin V12 Vantage fær fína dóma - myndband

Blaðamaður e24 í Noregi er hrifinn af kraftinum í netta sportbílnum frá Aston Martin. Bíllinn kostar 60 milljónir króna.

Nýjasti sportbíllinn úr smiðju Aston Martin, Aston Martin V12 Vantage, fær fínustu dóma eftir prufukeyrslu blaðamanns norska netmiðilsins e24. Hann segir bílinn smáan en knáann - þetta er jú minnsti bíllinn undir merkjum Aston Martin - en með kröftugustu vélina sem gefi frá sér hljóð sem er í litlu samræmi við búkinn.

Undir vélarhlíf bílsins er sex lítra 517 hestafla V12-vél sem getur komið bílnum upp í hundraðið á 4,2 sekúndum. Ökumenn með stáltaugar geta látið á kraftinn reyna og kitlað pinnann því bíllinn nær mest rétt rúmlega 300 kílómetra hraða. Nær útilokað að slíkt sé hægt hér á landi, enda talsvert yfir 90 kílómetra hámarkshraðanum. 

Ekki ætti að væsa um þann sem sest undir stýri á bílnum. Innviðirnir hreint augnayndi, allir handsmíðaðir og hönnunin óaðfinnanleg, eins og blaðamaður e24 lýsir gripnum. 

Bíllinn er reyndar ekki allra en sá sem blaðamaður e24 tók í kostar tæpar 2,8 milljónir norskra króna, litlar 60 milljónir íslenskra króna. Ætla má að hingað kominn verði hann enn dýrari með áföllnum flutningsgjöldum og öðrum kostnaði. Á móti er hans mjög sparneytinn og þarf sá sem bílinn ekur að ferðast mikið til að kaupin borgi sig.

Hér má lesa allt um Aston Martin V12 Vantage