*

Menning & listir 2. desember 2012

Astrup Fearnley í vandræðum

Gunnar Kvaran stýrir safninu sem hefur sætt gagnrýni fyrir að þiggja styrki frá sænska olíurisanum Lundin Petroleum.

Samtímalistasafnið Astrup Fearnley í Osló, sem hinn íslenski Gunnar Kvaran stýrir, hefur sætt gagnrýni að undanförnu fyrir að þiggja styrki frá sænska olíurisanum Lundin Petroleum. Fyrirtækið liggur undir grun um mannréttindabrot í Súdan og hefur styrkurinn farið illa í norska listunnendur.

Að sögn Gunnars er ákvörðun þeirra tengd því að norsk yfirvöld vinna nú þegar náið með Lundin Petroleum. Hann hvetur engu að síður til frekari umræðna um málið. Astrup Fearnley er einkarekið safn sem sérhæfir sig í samtímalist með áherslu á bandaríska myndlistarmenn.